Sjálandskórinn meðal þátttakandi á landsmóti barnakóra

Landsmót íslenskra barnakóra var haldið í 21.sinn á dögunum í Smáraskóla. Alls mættu 250 börn víðsvegar af landinu, en meðal kóra á mótinu var Sjálandsskólakórinn úr Sjálandsskóla í Garðabæ.

Þema mótsins að þessu sinni var Eurovision. Mótinu lauk með lokatónleikum í troðfullri Digraneskirkju.

Sungnar voru nýjar útsetningar við uppáhalds Eurovisionlög Íslendinga. Einnig frumfluttu börnin nýtt verk eftir Örlyg Benediktsson, Þorgeirsboli snýr aftur sem samið var sérstaklega fyrir mótið. Forseti Íslands mætti á mótið og ávarpaði börnin í lok tónleika.

Það var afskaplega falleg stemning á mótinu enda fátt betra en söngur til að tengja saman fólk. Börnin stóðu sig frábærlega, sungu eins og englar og gleðin var í hámarki.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar