Sigþrúður Ármann býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi

Sigþrúður er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur auk þess farið í stjórnendanám hjá IESE Business School í Barcelona.

Sigþrúður er 44 ára og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún er einn af eigendum og stjórnarformaður VON harðfiskverkunar í Hafnarfirði, situr í stjórn Verðbréfamiðstöðvar Íslands og er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Exedra. Sigþrúður hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í yfir 20 ár.
,,Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru mér hugleikin, einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra fyrir augum. Öflugt atvinnulíf er forsenda og grundvöllur velferðar á Íslandi. Við þurfum að skapa hvetjandi umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki og auka ráðstöfunartekjur fólks. Það gerist með auknu frelsi, lægri sköttum, auknum einkarekstri og minni umsvifum í rekstri hins opinbera. Við þurfum að bjóða upp á gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýsköpun er mikilvæg sem og góðar samgöngur. Menning og listir skipta máli.“

,,Ég hef látið mig jafnréttismálin miklu varða og trúi því að með því að stuðla að jafnrétti er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. Reynsla mín og þekking á atvinnulífinu á erindi inn á Alþingi. Nýir tímar kalla á ný vinnubrögð. Við þurfum að virkja kraftinn í fólki og nýta tækifærin. Alþingi á að vera vettvangur umræðna þar sem hægt er að skiptast á skoðunum á málefnalegan og uppbyggilegan hátt,” segir Sigþrúður Ármann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar