Rúmlega 80% íbúa í Lundarhverfi mótmæltu byggingu háhýsis á bensínstöðvarlóðinni við Nýbýlaveg 1

Í nýafstaðinni undirskriftasöfnun meðal íbúa í Lundi, sem Samtök húsfélaga í Lundi stóðu fyrir, lýstu rúmlega 80% íbúa sig andsnúna áformum Klasa ehf. um að dótturfélag þess, BBL 179, fái leyfi bæjarstjórnar Kópavogs fyrir byggingu allt að 10 hæða fjölbýlishúss á lóðinni Nýbýlavegur 1. Undirskriftalistarnir voru afhentir Ásdísu Kristjánsdóttur bæjarstjóra á miðvikudaginn í síðustu viku.

Á fundinum með bæjarstjóra kom fram að enn væri beðið eftir svari Vegagerðarinnar um hvort hægt verði að hleypa umferð til og frá lóðinni en það er ein forsendan fyrir nýtingu lóðarinnar. Að sögn bæjarstóra kemur ekki til greina að hleypa umferð til og frá lóðinni um Lundarhverfið. Hún undirstrikaði að skipulagsvaldið væri á höndum bæjarins og ekki kæmi til greina að byggt yrði 10 hæða fjölbýlishús á lóðinni. Bærinn, eins og önnur sveitarfélög, stendur hins vegar frammi fyrir þeirri vanda að almennur skortur er á íbúðum og þann skort þurfi að leysa með einum með öðrum hætti í sátt og samráði við íbúa.

Um leið og niðurstöður Vegagerðarinnar liggja fyrir mun Kópavogsbær efna til fundar með íbúum í Lundi þar sem málið veður kynnt í heild sinni.

Á myndinni eru: Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, Ólafur Friðriksson, Jens Pétur Hjaltested og Árni Ingimundarson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins