Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, hafa skrifað undir samning um Ratsjánna á höfuðborgarsvæðin.
Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og er um að ræða ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.
Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningi frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins.
Verkefnið er hluti af framfylgd sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Umsóknarfrestur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu til að taka þátt var til 29. mars sl.