Mikil stemmning og góð aðsókn á Hamraborg Festival

Listahátíðin Hamraborg Festival var haldin helgina 26.-28.ágúst. Hátíðin, sem heppnaðist einstaklega vel, er óður til Hamraborgarinnar sem rís há og fögur í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins.

Dans, leikhús, bókmenntir, lófalestur og óperur voru á hátíðinni, en myndlistin var eins og í fyrra fyrirferðamest enda ráku stofnendur hátíðarinnar sýningarrýmið Midpunkt um þriggja ára skeið í Hamraborg þar sem fjölmargar myndlistasýningar voru haldnar.

Einn af stóru viðburðum hátíðarinnar var útgáfa bókarinnar Með Hamraborgir á Heilanum, sem líkt og hátíðin er innblásin af Hamraborg. Fréttaljósmyndarinn Hákon Pálsson tók myndir bókarinnar en meðal höfunda má nefna Tyrfing Tyrfingsson, Kamillu Einarsdóttur og Eirík Örn Norðdahl.

Önnur hátíð að ári

,,Það var mikil stemning og meiri aðsókn í ár en í fyrra. Við stefnum klárlega á að halda annað Hamraborg Festival á sama tíma næsta ár,” segir Snæbjörn Brynjarsson einn af stjórnendum Hamraborg Festival.
Lista- og menningarráð Kópavogs styrkir Hamraborg Festival.

Myndirnar tók Vikram Pradhan.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar