MARC INBANE – Hágæða brúnkumeðferð sem hentar öllum

Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu, en lítið hefur þó farið fyrir góða veðrinu og hvað þá sólarglætu á himni sem af er sumri. Hvað er til ráða fyrir þá sem hafa beðið að njóta sín í sólinni, vilja fallegt tan og fríska upp á útlitið.

Gurrý á Snyrtistofunni Kopar býður viðskiptavinum sínum uppá lúxus brúnkumeðferð frá hollenska snyrtivörumerkinu Marc Inbane sem sérhæfir sig í sjálfbrúnkuvörum og eru frumkvöðlar á sínu sviði.

Kópavogspósturinn/Garðapósturinn heyrði í Gurrý Jónsdóttur snyrtifræðingi og eiganda snyrtistofunnar Kopar í Smiðsbúð 1 Garðabæ, en hún mælir hiklaust með vörunum frá Marc Inbane sem heilbrigðum valkost til þess að fólk geti verið sólbrúnt og sætt allt árið um kring.

Gurrý mælir með að skrúbba og næra húðina 24 tímum áður en þú mætir í brúnkumeðferð, bæði endist brúnkan lengur og verður liturinn jafnari

En við byrjuðum á að forvitnast aðeins nánar um Gurrý. ,,Ég er 33 ára ung kona uppalin í Garðabæ, en búsett í Kópavogi og vinn á Snyrtistofunni Kopar í Smiðsbúð. Ég er snyrtifræðingur og starfa við það ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spjallið, með tveimur vinkonum mínum,” segir hún og bætir við: ,,Ég er háð hreyfingu og nýt þess mikið að rækta líkama og sál. Ég á mann og tvö yndisleg börn sem ég elska að hugsa um og vera með. Ég veit ekkert betra en að ferðast erlendis með fjölskyldunni og vinum og elska að njóta lífsins,” segir Gurrý sem útskrifaðist sem stúdent og snyrtifræðingur árið 2013. Hún hefur frá þeim tíma verið viðloðandi fagið, vann um tíma sem starfsmaður á snyrtistofu og svo hefur hún verið sjálfstætt starfandi frá 2018.

Gurrý byrjaði að nota Marc Inbane í brúnkumeðferðir árið 2020, en hvers vegna Marc Inbane? ,,Ég hef verið hrifin af Marc Inbane frá því ég byrjaði að nota vörurnar. Marc Inbane spreyið hefur það fram yfir aðrar brúnkuvörur að það dregur fram þinn eigin náttúrulega húðlit, bara eins og að þú hafir verið í góðan tíma í sólinni. Það er einstaklega þæginlegt að vinna með vörurnar og verður útkoman svo fallega náttúruleg bara rétt eins og þú hafir náð góðum tíma í sólinni. Ekki skemmir fyrir að vörurnar frá Marc Inbane eru vegan, olíulausar, án sílikona og parabena og eru prófaðar af húðlæknum.”

Mikil aðsókn er í Marc Inbane brúnkumeðferð hjá Gurrý á Snyrtistofunni Kopar. Þetta er auðveld, heilbrigð og örugg leið til að fá og viðhalda fallegri brúnku allt árið um kring

En hver er munur á brúnkusprautun og að tana sjálfur? ,,Munurinn er sá að þú mætir inná snyrtistofu og lætur fagaðila sjá um að brúnka þig, notuð er sérstök vél sem gerir það að verkum að efninu er sprautað á þig jafnt og á allan líkaman, verður því liturinn dekkri og dýpri.”

Fólk kemur í brúnkumeðferð fyrir allskyns viðburði

Eru einhver sérstök tilefni vinsælli en önnur fyrir brúnkusprautun? ,,Nei í rauninni ekki, fólk kemur í brúnkumeðferð fyrir allskyns viðburði og er mjög vinsælt að fólk komi fyrir brúðkaup, árshátíðir, veislur, afmæli, utanlandsferðir, keppnir og stundum bara til að ná sér í smá frískleika,” segir hún og heldur áfram: ,,Svo er fólk orðið mun meðvitaðara um skaðsemi sólarinnar og ljósbekkja, því er stór hópur sem velur reglulega að mæta til mín í brúnkumeðferð til að halda fallegri brúnku allt árið um kring.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar