Leirdalnum skipt upp í tvo níu holu velli 11. september

Frá og með mánudeginum 11. september verðurLeirdalsvelli skipt upp í tvo níu holu velli á virkum dögum. Um helgar verður hann áfram 18 holur. Þetta er gert í ljósi þess að degi er tekið að halla og vonlaust að taka 18 holur eftir vinnu.  Valmöguleikarnir eru eftirfarandi:
Virkir dagar:

  • Mýrin
  • Leirdalur efri (holur 4 til 12)
  • Leirdalur neðri (holur 1 til 3 og 13 til 18)

Helgar

  • Mýrin (9 holur)
  • Leirdalur (18 holur)

,,Það er von okkar og trú að þessi haust uppsetning á völlum okkar leggist vel í félagsmenn, markmiðið er að þó svo að dagurinn styttist þá geti sem flestir haldið áfram að spila golf fram í rauðan kvöldroðann,“ segir Úlfar Jónsson, þjónustustjóri GKG og PGA kennari.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar