Krónan í Vallakór opnar á ný eftir endurbætur – Glæsileg opnunartilboð

Verslun Krónunnar í Vallakór í Kópavogi mun opna aftur í dag, fimmtudaginn 5. júní og hefur verslunarrýmið verið tekið í gegn með það fyrir augum að ferskleiki og fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði fái að njóta sín. Í lok apríl bauðst viðskiptavinum að hjálpa Krónunni að rýma verslunina þar sem vörur buðust með góðum afslætti og hefur verslunin því verið lokuð í um fimm vikur.

Opnar klukkan 8 fyrir morgunglaða

Verslun Krónunnar í Vallakór opnaði í september 2013 og hefur því þjónustað íbúa á svæðinu í hartnær 12 ár. „Það var því kominn tími til að verslunin fengi yfirhalningu eins og flestar stærri verslanir okkar hafa fengið og með því mæta betur fjölbreyttum þörfum viðskiptavina og bæta upplifun til muna,“ segir Unnur Thelma Gestsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar í Vallakór og þakkar viðskiptavinum fyrir biðlundina á meðan framkvæmdir stóðu yfir. „Við hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini velkomna á ný og höfum til að mynda lengt opnunartíma verslunarinnar sem áður opnaði klukkan 9 á morgnana en opnar nú klukkan 8, morgunhönum eflaust til mikillar gleði,“ segir Unnur.

Ætti að vera auðratað um verslunina

En eru þetta nokkuð of miklar breytingar? Munu fastir viðskiptavinir eiga í erfiðleikum með að ganga að sínum vörum ef búið er að færa allt til í versluninni eða er hún eins uppsett og áður? „Það hafa vissulega orðið nokkrar breytingar á versluninni sem viðskiptavinir munu vonandi taka eftir. Við reynum þó að hafa hana eins líka þeirri fyrri og hægt er svo að fastakúnnarnir rati sem best. Ávaxtadeildin er fremst, sem og nýbakað. Þá er meiri áhersla lögð á allskonar tilbúna rétti sem auðvelt er að grípa í og svo er kjötpökkunin nú sýnileg frá versluninni. Fólk er mikið að leita í ferskvöru hjá okkur en nýjungar í snyrtivörum virðast heilla marga og hefur eftirspurn eftir slíkum vörum aukist talsvert undanfarin ár. Það er einnig búið að fjölga sjálfsafgreiðslukössum til að auka þjónustuna enn frekar.“

Bananar vinsælasta varan í gegnum árin

Hvaða vara hefur svo verið vinsælust í Krónunni Vallakór í gegnum árin? „Bananar hafa verið lang vinsælastir hjá okkur en margar aðrar vörur í ávaxta- og grænmetisdeildinni hafa einnig verið í miklum vexti, t.d. jarðaber, bláber og vínber. Kjötborðið okkar er einnig vinsælt og viðskiptavinir okkar kaupa líka talsvert mikið af fisk samanborið við aðrar verslanir Krónunnar.“  

Hvernig líst svo Unni sjálfri á þessar breytingar? „Það hefur orðið mikil upplyfting á útliti verslunarinnar og aðstaða starfsfólks hefur einnig verið bætt. Ég er mjög spennt að sjá hvað viðskiptavinum okkar finnst um þessar breytingar,” segir hún brosandi.

Guðrún segir að ný lausn innan snjalllausnar Skanna og skundað hafi verið innleidd í Krónuna Vallakór

Blikkandi verðmerkingar sem flýta fyrir

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar er afar ánægð að geta opnað dyrnar á ný og vonar að breytingarnar leggist vel í viðskiptavini. „Við höfum ekki bara tekið alla verslunina í gegn með uppfærslu á umhverfisvænni tækjabúnaði og aukin þægindi í huga, heldur hefur ný lausn innan snjalllausnarinnar Skannað og skundað verið innleidd í Vallakór. Nú er hægt að leita að vöru í appinu og sést þá á yfirlitskorti hvar varan er staðsett innan verslunar, auk þess sem verðmerking hennar byrjar að blikka til að auðvelda leitina enn frekar. Þessi lausn er frábærfyrir þá sem vilja spara tíma og koma í veg fyrir óþarfa leit innan verslunar,” segir Guðrún en áður hefur lausnin verið virkjuð í Krónunni á Granda, Grafarholti, Akrabraut, Lindum og Bíldshöfða við afar jákvæðar undirtektir.

Ferskvörur í fyrirrúmi

Sem dæmi um breytingar innan verslunarinnar má nefna að sérstök áhersla hefur verið lögð á betri framstillingu og aukið úrval af ferskvöru. 

Grænar innkaupakerrur úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina, orkusparandi LED lýsing er í allri versluninni og lokaðir kælar og frystar eru keyrðir með umhverfisvænu kerfi sem dregur úr losun góðurhúsaloftegunda.

Glæsileg opnunartilboð

Í tilefni opnunar verða ýmis tilboð í boði alla opnunarhelgina, meðan birgðir endast. Þar á meðal verður 5% afsláttur á öllum vörum þegar notast er við Skannað og skundað,“ segir Guðrún að lokum með bros á vör.íð

Forsíðumynd: ,,Við hlökkum mikið til að bjóða íbúa Kórahverfisins og aðra viðskiptavini velkomna á ný,” segir Unnur spennt, en ásamt yfirhalningu opnar verslunin nú klukkan átta á morgnana í stað níu, morgunhönunum eflaust til mikillar gleði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins