Biskup Íslands Biskup Íslands setti sr. Hans Guðberg Alfreðsson safnaðarprest Bessastaðasóknar inn í embætti prófasts Kjalarnesprófastdæmis 7. mars sl.
Í byrjun mars setti biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Hans Guðberg Alfreðsson safnaðarprest Bessastaðasóknar, inn í embætti prófasts Kjalarnesprófastdæmis, en á meðal gesta var m.a. forseti Íslands. Sr. Hans Guðberg var útnefndur í embættið 1. desember 2020 sl. en vegna sóttvarnarreglna var ekki hægt að halda innsetninguna fyrr en 7. mars sl.
Kjalarnessprófastsdæmi er eitt af 9 prófastsdæmum Íslands en sr. Hans Guðberg, sem er fæddur 1971, vígðist sem prestur til Garðaprestakalls (Álftanes/Garðabær) árið 2006. Prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófasts-dæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknarnefnda. Hann er tilsjónar-maður og ráðgjafi þessara aðila.
Mikil ábyrgð og margar áskoranir
En hvernig upplifði sr. Hans Guðberg athöfnina og hvaða tilgang hefur embættið fyrir hann? ,,Ég upplifði mikinn hátíðleika við athöfnina en átta mig jafnframt á því að þessu embætti fylgir mikil ábyrgð og margar áskoranir sem spenn-andi verður að takast á við. Í Kjalarnessprófastsdæmi er mikil breidd í stærð sókna og mikil framsækni einkennir starf þeirra þegar kemur að útbreiðslu boð-skaparins eins og sjá má t.a.m. hér í Garðaprestakalli en starfs-fólk kirknanna nýtti, streymt var reglulega og margvíslegu efni ekki bara messum til að ná til sóknarbarnanna.”
Var þetta falleg athöfn? ,,Athöfnin var vissulega þeim annmörkum bundinn sem sótt-varnarreglur setja okkur en mætingin var mjög góð og at-höfnin var falleg, tiltölulega stutt þar sem ekki var altarisganga.”
Fyrsta athöfn forsetans sem hann hefur formlega aðkomu á heimaslóðum
Og forseti Íslands var m.a. viðstaddur innsetninguna? ,,Forseti Íslands var viðstaddur athöfnina og hann nefndi það einmitt að þetta væri fyrsta athöfnin sem hann hefði form-lega aðkomu að á heimaslóðum.”
Nú tafðist innsetningin vegna sóttvarnarreglna og það sama hlýtur að vera með allt helgihald í Bessastaðasókn undanfarna mánuði, hvernig er helgihaldi háttað í sókninni um þessar mundir? ,,Það er ekki ýkja langt síðan við fórum að messa á ný, en við höfum eins og áður sagði verið dugleg að nýta okkur tæknina með streymi á athöfnum og efni. Í upphafi heimsfaraldursins tókum við saman lista yfir eldri borgarana okkar og við höfum verið dugleg við að setja okkur í samband og reynt eins og við getum að gæta að þeim sem búa einir því við vitum að þetta hefur ekki verið auðveldur tími. Djákninn okkar hún Margrét Gunnarsdóttir hefur að mestu haldið utan símainnlitin.”
Nú fermdust 33 börn um síðustu helgi. Hvernig gekk það fyrir sig? ,,Fermingar-athafnirnar gengu mjög vel fyrir sig. Í við styttri en við erum vön en fallegar og látlausar athafnir og jafnframt hátíðlegar. Það hafði líka mikið að segja að við kynntumst fermingarbörnunum vel þrátt fyrir skemmri tíma í undirbúningnum og það hefur mikið að segja að tengingin við fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra er til staðar.”
Starfið fer vel af stað
Hvað með annað starf í Bessastaðasókn? ,,Annað starf hefur nýverið farið af stað þ.e.a.s. eftir áramót og hefur farið vel af stað en við vitum að þar þurfum við vissulega að hafa allan varann á.”
Sannkallaðar gæðastundir
Hefur það reynst mörgum erfitt að geta ekki sótt starf kirkjunnar? ,,Já, við höfum heyrt af því. Starf kirkjunnar er fjölbreytt og það hefur verið mikill vöxtur í eldri borgara starfinu hjá okkur í Bessa-staðasókn. Við þurftum að leggja það niður tímabundið sem er ekki gott því þetta eru sannkallaðar gæðastundir enda höfum við fundið fyrir mikilli gleði og feginleika þegar starfið fór af stað að nýju.”
Svo mikið skemmtilegra að hitta fólkið
Hvað er svo framundan í Bessastaðasókn og horfir sr. Hans Guðberg fram á bjartari tíma með hækkandi sól og bólusetningu? ,,Já, heldur betur. Að sjálfsögðu var það mikil áskorun fyrir okkur í kirkjunni að færa okkur yfir á fasbókina og í hringingarnar sem við gerðum vissulega, en það er bara svo mikið skemmti-legra að hitta fólkið okkar augliti til auglitis. Það kemur aldrei neitt í staðinn fyrir það og það á við um allan aldur, alveg frá kríl-unum í krílasálmunum upp í opið hús og kóræfingar eldri borgara.”
Yngsti eldri borgarinn á landinu!
,,Það má líka taka það fram hér að ég hef fengið að taka þátt í æfingum með kór eldri borgara, Garðálfunum, sem æfa í safn-aðarheimilinu. Ég hef í gríni verið kallaður yngsti eldri borg-ari landsins þó ég sé ekki enn orðinn fimmtugur,” segir hann brosandi og bætir við: ,,En gleðin er mikil á kóræfingunum og maður getur ekki annað en smitast af henni. Kirkjan á vissulega að ýta undir gleðina og skapa vettvang þar sem fólk getur glaðst saman og átt gef-andi stundir.”