ILVA og Pier sameinast í nýrri glæsilegri ILVA verslun!

Ný, spennandi og glæsileg ILVA verslun verður opnuð í Kauptúni 1, Garðabæ í byrjun mars 2022. Húsnæðið í Kauptúni hentar einstaklega vel fyrir starfsemi ILVA og er staðsetningin ein sú besta á höfuðborgarsvæðinu.

Leigusamningur ILVA á Korputorgi er að renna sitt skeið á enda og ákveðið hefur verið að sameina verslun Pier við verslun ILVA. Pier hefur verið afar vinsæl verslun og þekkt fyrir spennandi og skemmtilegar vörur. Dyggur hópur viðskiptavina Pier má búast við enn flottari upplifun í nýrri ILVA verslun þar sem vinsælustu vörumerkin munu lifa áfram undir hatti ILVA.

Með sameiningunni er verið að einfalda rekstur og markaðssetningu beggja verslana og um leið að sameina krafta frábærs starfsfólks. Eftir sameiningu munu um 40 manns starfa hjá ILVA og byggja upp nýja og spennandi verslun í Kauptúni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar