Hvatning til bæjarstjórnar

Vinir Kópavogs hvetja bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða skipulagsáform í Hamraborginni

Hópur sem kallar sig Vini Kópavogs hefur sent hvatningu til bæjarstjórnar Kópavogs um að endurskoða skipulagsáform í Hamraborginni og hefja raunverulegt samráð við íbúa bæjarfélagsins. ,,Fram til þess hafa bæjaryfirvöld aðallega boðið upp á „sýndarsamráð“ og lagt ofur áherslu á að koma á móts við hagsmuni fyrirtækja sem hafa hag af miklu byggingarmagni í Hamraborginni,” segir í erindinu sem hefur verið sent til bæjarstjórnar.

Hópurinn segir að vanda þurfi betur til verka og afstýra skuggalegu skipulagsslysi sem gæti verið í uppsiglingu í hjarta bæjarins. ,,Hvernig til tekst getur ráðið úrslitum um bæjarbrag í Kópavogi til langrar framtíðar.” Hópurinn bendir á og færir rök fyrir að vinnubrögð bæjaryfirvalda í Kópavogi í skipulags-málum hafa undanfarið hvorki verið ígrunduð né vönduð, kvartanir margar og úrskurðir í deilumálum oft bæjaryfirvöldum í óhag. Úrbóta er þörf!
,,Stjórnsýslan og umhyggjan fyrir sameiginlegum sjóði bæjarbúa virðist ekki heldur vera upp á marga fiska. Á vegum hópsins hefur verið tekin saman greinargerð um stjórnsýslu við sölu eigna bæjarfélagsins. Greinargerðin, sem fylgdi með til bæjarstjórnar segir m.a. að allt bendi til þess að bæði skipulagslög og stjórnsýslulög hafi verið brotin auk þess sem það skortir fyrirhyggju í fjármálum bæjarfélagsins.

Vinir Kópavogs benda bæjarstjórn Kópavogs á að það er bæði tími og tækifæri til að úrbóta; tækifæri til að taka heildstætt á málum og hætta að skipuleggja í bútum; tækifæri til að hafa til hliðsjónar legu borg-arlínu um Digranes; tækifæri til gefa sér góðan tíma og að hefja raunverulegt samráð við Kópavogsbúa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar