Hvað er að frétta í Garðabæ?

Þrír íbúafundir eru fyrirhugaðir í Garðabæ í október. Yfirskrift fundanna er „Hvað er að frétta í Garðabæ“ og mun Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar ásamt sviðsstjórum bjóða íbúum til samtals og sitja fyrir svörum.

Farið verður yfir hvað er að gerast í framkvæmdum, umhverfismálum, fjölskyldumálum og skólamálum. Á fundunum fá íbúar tækifæri til að fara yfir það sem þeim liggur á hjarta, taka til máls og bera fram fyrirspurnir.

Fundirnir eru skipulagðir út frá hverfum bæjarins en athygli er vakin á því að hverfaskiptingin er aðeins leiðbeinandi og eru fundir opnir öllum og íbúar geta mætt á þann fund sem hentar best.

Dagsetningar:

  • Fyrsti fundur verður haldinn í Álftanesskóla þann 9. október, klukkan 19:30.
  • Annar fundur fer fram í Flataskóla þann 14. október, klukkan 19.30.
  • Þriðji fundur verður haldinn 16. október klukkan 19.30 í Urriðaholtsskóla.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Öll velkomin og hlökkum til samtalsins.

Fyrir áhugasama sem komast ekki á fundina verður hægt að horfa á upptökur af þeim síðar.

Myndir eru frá íbúðarfundi í Urriðaholti í september í fyrra

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins