HönnunarMarkaðurinn verður fastur liður hjá HönnunarMars og er upptaktur hátíðarinnar haldinn helgina fyrir hátíðina í Hafnarhúsinu 29.-30. mars klukkan 11:00 – 17:00.
Fremstu hönnuðir landsins taka til á lagerunum sínum og bjóða sumir hverjir hluti sem ekki hafa farið í sölu áður og er því um einstakar vörur að ræða, frumgerðir, sýningareintök, gallaðar vörur og mistök úr studíóinu, allt á frábæru verði. Ásamt þessu verða nýjar vörur og eldri lagerar til sölu frá yfir 30 íslenskum hönnunar vörumerkjum. Þetta er frábært tækifæri fyrir fagurkera og þá sem vilja næla sér í einstakar hönnunarvörur og flíkur á frábærum verðum.
Visteyri er sérstakur gestur HönnunarMarkaðarins í ár og verður með hringrásar markað inn af markaðnum þar sem íslensk hönnun frá Visteyri samfélaginu er í brennidepli ásamt vörumerkjunum 66 Norður – sem selja m.a. frumgerðir af flíkum sem fóru aldrei í sölu, Farmers Market með frumgerðir, Sage by Saga Sif, Anti Work by &AM – sem bjóða afslátt í fyrsta skipti og Feldur.

Þátttakendur í HönnunarMarkaði Saman á HönnunarMars eru :
Visteyri, 66 norður, La Brujera, Yrúrarí, Another Creation, Skata, Mattería, Stúdíó Suð, Leirhildur, Óekta, Endurtakk, Bybibi, Grugg&Makk, Sunna Sigfríðardóttir, Fluga Design, Kandís, Studio CH, ESJO, Glingling, Gosia Porazewska, UMI jewelery, Saja Arts, Wetland, Guðrún Kolbeins Design, Feldur, Farmers Market, Anti Work by &AM, GÁ húsgögn & Sage by Saga Sif.
