GKG félagar gróðursetja hátt í 2000 trjáplöntur

Á dögunum gróðursettu félagsmenn GKG hátt í tvöþúsund trjáplöntur á landssvæði sem verið er að móta sunnan við Íþróttamiðstöð GKG. Félagsmenn GKG hafa verið ötulir við trjáræktina í gegnum árin en vel á þriðja tug þúsunda plantna hafa verið gróðursettar síðastliðna þrjá áratugi.

,,Að þessu verki komu um 40 manns sem allt eru sjálfboðaliðar og meðlimir í GKG. Öll með sama markmið sem er að gera svæðið okkar enn fallegra og betra. Við höfum alltaf verið að setja eitthvað af plöntum niður árlega og einnig höfum við verið að færa til plöntur innan svæðis og þá stærri plöntur. Einnig erum við mikið í grisjun og snyrtingu á trjágróðri innan vallarsvæðisins og reynum eftir bestu getu að hlúa að þeim gróðri sem fyrir er,” segir Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri GKG.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar