Gámar fyrir jólatré og flugeldarusl

Settir hafa verið upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl, líkt og áður í Kópavogi. Á sömu stöðum eru einnig gámar eingöngu fyrir jólatré. Nú fer hver að verða síðustar til að losa í gámana, en þeir eru aðgengilegir til og með 10. janúar.

Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum:

Kársnes: Við grenndargámastöðina á Borgarholti

Digranes: Við grenndargámastöðina við Íþróttahúsið Digranes

Smárahverfi: Við grenndargámastöðina við Kópavogsvöll

Linda- og Salahverfi: Bílastæði við Salalaug / Íþróttahúsið Versali

Kóra-, Þing- og Hvarfahverfi: Við malarplanið við Vallakór 8

Tveir gámar verða á hverjum stað merktir hvorum úrgangsflokk, annars vegar flugeldarusli og hinsvegar jólatrjám. Í gámana á eingöngu að fara það sem merkingin segir til um.


Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins