Settir hafa verið upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl, líkt og áður í Kópavogi. Á sömu stöðum eru einnig gámar eingöngu fyrir jólatré. Nú fer hver að verða síðustar til að losa í gámana, en þeir eru aðgengilegir til og með 10. janúar.
Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum:
Kársnes: Við grenndargámastöðina á Borgarholti
Digranes: Við grenndargámastöðina við Íþróttahúsið Digranes
Smárahverfi: Við grenndargámastöðina við Kópavogsvöll
Linda- og Salahverfi: Bílastæði við Salalaug / Íþróttahúsið Versali
Kóra-, Þing- og Hvarfahverfi: Við malarplanið við Vallakór 8
Tveir gámar verða á hverjum stað merktir hvorum úrgangsflokk, annars vegar flugeldarusli og hinsvegar jólatrjám. Í gámana á eingöngu að fara það sem merkingin segir til um.