Fyrsta heims vandamál

Listamaður aprílmánaðar er Þurý Ósk

Þurý Ósk Axelsdóttir

Listamaður aprílmánaðar í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku er Þurý Ósk Axelsdóttir.

Þurý Ósk Axelsdóttir er menntaður heimilislæknir og starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. Myndlistin hefur alla tíð heillað hana en hún fór á sitt fyrsta teikninámskeið árið 2009.

Hún tók fyrst upp pensilinn á þriggja kvölda námskeiði haustið 2014 og hefur notað hann talsvert síðan. Þurý hefur sýnt á samsýningum Grósku frá því hún gekk til liðs við félagið vorið 2018. Hún situr nú í stjórn Grósku frá 2020 og gegnir starfi ritara.

Þurý hefur sótt byrjendanámskeið í vatnslitum í Klifinu og olíumálunarnámskeið hjá Grósku. Annars hefur menntun hennar á myndlistasviðinu að mestu verið sótt í rann bókasafnsins og finnst henni því viðeigandi að hafa sína fyrstu einkasýningu á bókasafninu í Garðabæ.

Þurý vinnur mest með vatnsliti en notast einnig við olíukrít, olíuliti, kol og blýantinn. Verkin vinnur hún á heimili sínu í Hafnarfirðinum.

Sýningin ber titilinn „Fyrsta heims vandamál“.

Þurý verður með móttöku um leið og samkomutakmarkanir verða rýmkaðar. Sölusýning

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins