Fagleg kennsla með einvala liði kennara

Starfsfólk Dansskóla Birnu Björns bíður spennt eftir því að hefja nýtt dansár en hefst haustönn skólans 13.september nk., en m.a. er kennti í Sporthúsinu í Kópavogi og í Ásgarði Garðabæ. Innritun er nú í fullum gangi og tilvalið að nýta frístundastyrk bæjarfélaga við skráningu.

Fyrr á árinu leiddi söngleikjadeildin glæsilega nemendasýningu skólans ,,Mary Poppins“ í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð

Í haust mun dansskólinn bjóða upp á faglega kennslu með einvala liði kennara. Skólinn leggur upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið þar sem nemendur læra almennaa grunntækni en fá að kynnast mismunandi dansstílum á borð við jazz, commercial, musical theater, lyrical, contemporary og fleiri.
Söngleikjadeild skólans verður á sínum stað í Garðabæ og Vesturbæ, þar sem leiklist, söngur og dans sameinast í eitt. Fyrr á árinu leiddi söngleikjadeildin glæsilega nemendasýningu skólans ,,Mary Poppins“ í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð. Á árlegri nemendasýningu skólans sameinast danshópar og söngleikjadeild og setja upp stórsýningu, sem er gjarnan hápunktur dansársins. Viðbótar kennslustaður í söngleikjadeild verður í Ingunnarskóla í Grafarholti og hlökkum við mikið til að taka á móti nýjum og eldri nemendum þar.

Tæknitímar eru í boði fyrir nemendur sem vilja æfa oftar í viku og bæta við sig dansþekkingu. Tæknitímarnir eru frábær undirstaða fyrir alla dansara og eru kenndir af reyndu fagfólki. Dansskóli Birnu Björns býður einnig upp á barnadansa fyrir 3-5 ára nemendur. Þar er áhersla lögð á skapandi dans, tjáningu og tónlist. Danspúl fyrir 20 ára og eldri eru námskeið í boði líkt og undanfarin ár þar sem dansgleðin fær að njóta sín.

Haustönn Dansskóla Birnu Björns verður svo sannarlega viðburðarrík. Við krossum fingur vegna ástandsins í heiminum, að við getum boðið upp á ,,master class“ með erlendum gestakennurum. Magnaða dansparið Josh Warmby og Olivia sem áður hafa heimsótt skólann, stefna á að heiðra okkur með nærveru sinni og kenna tíma í skólanum í haust.

,,Dansfárið“ árleg innanskólakeppni verður haldið í nóvember þar sem nemendur skólans geta tekið þátt í einstaklings og/eða hópakeppnum. Nemendur semja þar atriði sjálfir frá byrjun til enda, útfæra búninga, setja saman tónlist og allt sem því fylgir.

Nemendur skólans hafa tekið þátt í Dance World Cup síðustu tvö ár en fer keppnin fram á rafrænan máta í ár. Dansskólinn sendi frá sér tvö stórglæsileg atriði bæði sóló og hópatriði.

Undankeppni Dance World Cup á Íslandi fer fram í febrúar í byrjun næsta árs og mun dans-skólinn halda prufur innanskóla fyrir þau atriði sem send verða í keppnina.

Dansskólinn hefur alla tíð verið í miklu samstarfi og samskiptum við viðburðafyrirtæki, tónlistarfólk, sjónvarpsgerð og fleira. Við hjá skólanum erum bjartsýn á að ástandið muni komast í eðlilegra horf svo við getum leyft dansgleðinni að njóta sín á ný í nýjum og spennandi verkefnum.

Dansskóli Birnu Björns samanstendur af metnaðarfullu starfsfólki sem hefur það markmið að allir fái jákvæða og uppbyggilega kennslu, en mikilvægast af öllu að allir fái að njóta sín.

Processed with VSCO with c6 preset
Processed with VSCO with e8 preset
Processed with VSCO with c6 preset

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar