Dansinn dunar hjá DÍH

Innritun er nú hafin í alla flokka hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Boðið er upp á margar mismunandi tegundir af dansi fyrir alla aldursflokka.

Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH

Yngsti flokkurinn heitir Jazzleikskóli og er fyrir 3-4 ára börn. Þar eru kenndir léttir,skemmtilegir og þroskandi barnadansar fyrir þessi yngstu og eru foreldrar með í tímunum til traust og halds. Jazzleikskólinn er kenndur á laugardögum kl. 10:15 í Bjarkarhúsinu við Haukahraun.

Síðan verður boðið upp á samkvæmisdans fyrir börn 5-6 ára sem æfa þá 2x í viku og 7-9 ára sem æfa 3x í viku. Einnig er DÍH með keppnisflokka í samkvæmisdönsum.

Street Jazz er kennt í íþróttahúsi Setbergsskóla á þriðjudögum og fimmtudöum 7-10 ára og 11-15 ára. Kennari er Andrea Sigurðardóttir.

Javi Valino kennir Salsa, Bachata og Zumba fyrir 17 ára og eldri 2x í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Javi kennir einnig Break dans fyrir alla hressa krakka sem æfa 2x í viku. 
Hjón og pör æfa samkvæmisdans hjá Auði Haraldsdóttur danskennara og eru bæði hópar fyrir byrjendur og svo framhaldshópar. 

Dansararnir Siggi og Ástrós úr þáttunum Allir Geta Dansað verða með stutt námskeið í vetur fyrir 17 ára og eldri sem vilja læra flott Latin með lyftum og dýfum ! Siggi Már sigraði dansþáttinn nú síðast með henni Völu dansdömunni sinni.
Keppnishóparnir hafa nú einnig æfingaaðstöðu í Kaplakrika í stórum flottum sal þar sem gott er að æfa Ballroom dansa.

Gestakennarar verða Maxim Petrov frá Rússlandi og danspar ársins þau Nicolo og Sara Rós. Þau verða reglulega hjá félaginu í vetur og miðla af sinni alkunnu snilld. 

Kennsla hefst laugardaginn 4.september og er önnin í 15 vikur sem lýkur með sýningu.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar á www.dih.is og er félagið komið með nýja innritunarslóð, https://www.sportabler.com/shop/danshfj

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar