Áskriftarform Ávaxtabílsins vinsælt

,,Það er töluvert um að fyrirtæki komi í áskrift á aðventunni. Fólk sækir að sjálfsögðu í mandarínurnar, sem eru eiginlega eini árstíðarbundni ávöxturinn hér landi. Síðan er talsvert verið að panta veislubakkana okkar, enda þykja þeir gefa ferskan blæ með konfektinu,” segir Garðbæingurinn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Ávaxtabílsins, en stemmningin breytast töluvert hvað pantanir varðar í jólamánuðinum.

Og fyrir þá sem ekki vita þá dreifir Ávaxtabíllinn ávöxtum og grænmeti til fyrirtækja í áskrift auk þess að bjóða uppá ávaxtaveislubakka allan ársins hring.

Gjafakörfur vinsæl jólagjöf

,,Við bjóðum líka upp á gjafakörfur, mandarínukörfur, eplakörfur og blandaðar ávaxtakörfur. Einnig erum við með körfur með ostum, ostakexi og svo geta hæglega flotið með súkkulaðimolar ef stemmning er góð. Þessar körfur eru fyrirtæki oft að senda góðum samstarfsfyrirtækjunum til að þakka fyrir viðskipti ársins. Þannig fá allir starfsmenn að njóta en ekki bara forstjórinn,” segir hann brosandi.

Ávaxtabíllinn býður m.a. upp á gjafakörfur, mandarínukörfur, eplakörfur og blandaðar ávaxtakörfur. ,,Einnig erum við með körfur með ostum, ostakexi og svo geta hæglega flotið með súkkulaðimolar ef stemmning er góð. Þessar körfur eru fyrirtæki oft að senda góðum samstarfsfyrirtækjunum til að þakka fyrir viðskipti ársins,” segir Haukur
Mandarínurnar eru vinsælar á aðventunni

Það þarf enginn að hafa áhyggjur

,,Ávaxtabíllinn hefur alltaf verið með áskriftarformið. Það finnst starfsmönnum fyrirtækja þægilegt, þar sem engin þarf að hafa áhyggjur af því að gleyma að panta. Áskriftin heldur meðan henni er ekki sagt upp en það má gera með dagsfyrirvara. Svo er ekkert mál að panta bara annað slagið, hvort sem það eru heilir ávextir eða veislubakkarnir og körfurnar,” segir Haukur.

Brauðbílinn býður upp á bakkelsi eða bröns

,,Svo er nýjasta þjónusta okkar Brauðbíllinn, en hann keyrir út á föstudögum og býður uppá annað hvort bakkelsi með morgunkaffinu eða bröns í hádeginu. Starfsfólk þarf því ekki að hanga í röð í bakarínu auk þess sem vöruúrval Brauðbílsins er ansi forvitnilegt. Upplagt að láta hann renna við á aðventunni,” segir Haukur að lokum, en Ávaxtabílinn er með höfuðstöðvar sínar í Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Hægt er að panta áskrift á: avaxtabillinn.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar