Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðk-unar til ársins 2026.
Markmið uppbyggingarinnar er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir alla hópa skíðaiðkenda. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp nýjar stólalyftur, Gosi og Drottning, í Bláfjöllum, en auk þess er m.a. gert ráð fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðunum, nýrri toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði. Sérstakur verkefnahópur hefur verið starfræktur á vettvangi SSH til þess m.a. að undirbúa verkefnin og fylgja þeim eftir. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem starfa mun með verkefnahópnum og stjórnendum skíðasvæðisins m.a. til að fylgja eftir samningum, hönnun og framkvæmd ásamt almennu utanumhaldi verkefnisins.