Vel útfærð sirkushugmynd!

Nemendur í Garðaskola sigra Stíl 2021

Þær Ragnhildur Elva Kjartansdóttir, Stefanía Þóra Ólafsdóttir, Iðunn Björnsdóttir og Arna Sara Guðmundsdóttir, allar í 8. bekk í Garðaskóla, tóku þátt í Stíl – Hönnunarkeppni unga fólksins sem haldin var laugardaginn 20. mars síðastliðinn.

Þema keppninnar í ár var SIRKUS og gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum með vel útfærðri hugmynd sinni sem var innblásin af vintage/1930 sirkus trúði. Stórglæsilega búninginn hönnuðu þær sjálfar og saumuðu ásamt því að búa til alla fylgihluti og kerru. Leiðbeinandi þeirra var Eyrún Birna Jónsdóttir textílkennari við Garðaskóla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar