Útivist í friðlandinu okkar

Við búum við einstök forréttindi í Garðabæ að eiga fjölmörg úti-vistarvæði bæði innan byggðar og í upplandi bæjarins. Það hefur lengi verið stefna bæjarins að varðveita upplandið og er um 40% af landi Garðabæjar frið-lýst. Með friðun tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Með því er tryggður aðgangur að svæðum til að njóta náttúrunnar og er jafnframt ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Svæðin eru fjölbreytt að því er varðar landslag, jarðmyndanir, gróður og dýralíf. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind. Rannsóknir sýna að gott aðgengi að útivist og fallegu umhverfi er metið sem ómetanleg lífsgæði og eykur hamingju íbúa.

Krot og fræðsluskilti

Það má segja að sprenging hafi orðið í útivist hjá íbúum Garða-bæjar á liðnu ári og nokkuð víst að það sé komið til að vera þó að Covid tímabilinu ljúki vonandi fljótlega.
Margar gönguleiðir eru mjög vinsælar þar má nefna kringum Vífilsstaðvatn, Urriðavatn, Búr-fellsgjá, Heiðmörk og Gálga-hraun.

Teljarar eru við Vífilsstaðavatn og Búrfellsgjá þar sem sjá má gífurlega aukningu.
Á síðasta ári voru 124.517 sem fóru fram hjá teljaranum við Vífilsstaðavatn og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs 17.778 samanborið við janúar og febrúar 2020 þá voru 6.973.

Við Búrfellsgjá hefur umferð einnig aukist mikið, þar fóru 47.701 framhjá teljaranum á síðasta ári og það sem er af þessu ári hafa 9.125 farið fram hjá teljaranum. Þessar tölur eru mjög jákvæðar og sýna að fólk hefur nýtt sér vel þessi svæði til að bæta líkamlega og andlega heilsu.

Umgengni í friðlandinu

Umgengnisreglur sem gilda í friðlandinu:

Göngum vel um náttúruna og vinnum ekki spjöll á henni né skiljum eftir rusl.

– Göngum vel um náttúruna og vinnum ekki spjöll á henni né skiljum eftir rusl.
– Óheimilt er að spilla náttúru-legu gróðurfari, trufla dýralíf og hrófla við jarðmyndunum og öðrum náttúruminjum í friðlandinu.
– Kveikið ekki elda.
– Umferð vélknúinna ökutækja í friðlandinu er aðeins leyfð á vegum vegna þjónustu við friðlandið.

Villustígur

Við aukna umferð víða í friðland-inu okkar eykst ágangurinn sem kallar á meiri viðhald stíga, stíga-gerð, fræðsluskilti og betri merkingar.

En það er heilmikið sem við íbúar getum gert betur í um-gengni. Víða sjást nýir slóðar og gróðurskemmdir. Brunaskemmdir á gróðri og innviðum í tengslum við grillnotkun. Rusl svo sem sígarettustubbar, munntóbak, matarumbúðir og andlitsgrímur. Og er þetta sérstaklega áberandi við friðlandið kringum Vífils-staðavatn þar sem einnig er of algengt að sjá girni frá veiði-mönnum. þetta er eitthvað sem við getum öll verið sammála um að eigi alls ekki að sjást.

Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að tryggja góða umgengni um bæjarlandið ásamt því að sýna hvort öðru tillitsemi, hvort sem við erum gangandi, hlaup-andi eða hjólandi.

Jóna Sæmundsdóttir
Formaður umhverfisnefndar og bæjarfulltrrúi

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar