Stórbætt aðstaða til líkams- og heilsuræktar

Fjölnota íþróttahús rís í Vetrarmýri.

Á síðustu vikum og mánuðum hafa bæjarbúar fylgst með hvernig nýtt fjölnota íþróttahús hefur risið hratt og örugglega upp í Vetrarmýrinni. Afhending nálgast óðfluga en þessa dagana er verið að vinna við að loka húsinu. Samkvæmt verkáætlun verktakans á að afhenda húsið í lok þessa árs og verður það svo fullfrágengið, í samræmi við út-boðsgögn, í febrúar 2022.

Aðdragandinn að framkvæmd-inni hefur verið töluvert langur en umræða um nauðsyn þess að í Garðabæ rísi yfirbyggt knatt-hús má rekja allt aftur til síðustu aldar. Má segja að umræðan, þarfagreining og samtalið við frjálsu félögin í bænum hafi leitt til þess að hugmyndin hafi þros-kast og þróast áfram, sem síðan leiddi til þess að ákveðið var að ráðast í þá stóru framkvæmd sem felst í byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri.

Æfingahúsnæði

Í ljósi framangreindrar þarfa-greiningar og samráðs við íþrótta-félögin var ákveðið að hanna fjölnota íþróttahús með áherslu á æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu-iðkendur og þá sérstaklega horft til þess að koma til móts við yngri iðkendur. Í húsinu verður að finna knattspyrnuvöll í fullri stærð með tilheyrandi öryggissvæðum og gervigrasi veggjanna á milli. Lofthæð verður 14 metrar yfir miðju vall-arins en 11 metrar yfir hliðar- línum. Hægt verður að skipta vellinum upp í fernt með tjöldum og þannig unnt að hafa fleiri en einn flokk í einu á æfingu eða fleiri íþróttagreinar samtímis. Einnig verður afmarkað upphit-unarsvæði og teygjusvæði þannig að nýtingin á vellinum sjálfum á að vera með besta móti. Gert er ráð fyrir áhorfendaaðstöðu í stúku fyrir um 800 manns.

Jafnframt verður húsið nýtt til kennslu og keppni og þá aðal-lega í yngri flokkum og á æfinga-mótum. Húsinu er ekki ætlað að vera vettvangur fyrir keppni í efstu deildum nema í undan-tekningartilvikum, enda þykir eðlilegra að keppni í meistara-flokkum í knattspyrnu fari fram utandyra. Rétt er að geta þess að gert er ráð fyrir að knattspyrnu-leikvangur rísi utandyra við hlið hússins þegar fram líða stundir.
Lyftingasalur og önnur fjölbreytt aðstaða
Í húsinu verður jafnframt styrk-tar- og lyftingasalur sem gerir lyftingafólki kleift að æfa við góðar aðstæður ásamt því að íþróttafólkið okkar og almenn-ingur getur nýtt aðstöðuna við styrktarþjálfun. Svalir verða á annarri hæð hússins í kringum allan völlinn og verður gólfið þar með viðeigandi undirlagi þannig að fólk á öllum aldri getur gengið eða skokkað þar óháð veðri, vindum og öðrum íþrótta-æfingum í húsinu. Klifurveggur verður settur upp inni í stóra salnum og anddyrið og opið svæði á annarri hæð hússins má nýta til ýmissa æfinga sem og til samveru fyrir og eftir æfingar.
Til viðbótar má geta þess að þegar húsið verður afhent í lok ársins verða tvær hæðir í við-byggingu afhentar sem óskil-greint rými, alls 3.200 m2, en þar má í framtíðinni hugsa sér alls kyns starfsemi tengt líkams- og heilsurækt, fræðslu og kennslu. Húsið verður því svo sannarlega fjölnota enda verða alls um 4.800 m2 á þremur hæðum til notkunar í ýmislegt tengt líkams- og heilsurækt, fyrir utan salinn sjálfan.
Bygging fjölnota íþróttahússins mun án efa hafa mjög jákvæð áhrif á íþróttalífið í bænum enda mun aðstaðan verða fjölbreytt-ari og enn betri en nú er. Einnig mun hið nýja húsnæði leiða til ýmissa tækifæra í þeim íþrótta-mannvirkjum sem fyrir eru þar sem rýmkar um starfsemina með tilkomu nýja hússins. Stað

setning hússins er einnig tæki-færi til að byggja upp miðstöð íþrótta, líkams- og heilsuræktar sem tengst getur fjölbreyttum útivistarmöguleikum í upplandi bæjarins, hvort sem það eru göngur, hlaup, hjólreiðar eða gönguskíði svo einhver dæmi séu nefnd.

Það er ánægjulegt að verða vitni að því að bygging hússins nál-gast lokametrana. Undirrituð sátu í undirbúnings- og dóm-nefnd alútboðssins fyrir bygging-una ásamt Baldri Svavarssyni arkitekt, Guðrúnu Dóru Brynjólfs-dóttur skipulagsfræðingi og Sig-urði Bjarnasyni frá hagsmuna-aðilum. Nefndin vann vel ásamt fjölda sérfræðinga og var ein-huga um niðurstöðuna.

Heilsueflandi samfélag

Að lokum má geta þess að fram-kvæmdin við fjölnota íþrótta-húsið er til vitnis um þá miklu áherslu sem bæjaryfirvöld hafa sett á góða aðstöðu til íþrótta, líkams- og heilsuræktar sem og útivistar í bænum. Okkur þykir líka mikilvægt að minna á aðrar minni en mikilvægar fram-kvæmdir við íþróttamannvirki á liðnum árum. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu og endurbyggingu á mannvirkjum á Álftanesi, endurbætur í Mýrinni, stækkun og umbætur á knatt-spyrnusvæði við Ásgarð, stækkun á íþróttamiðstöð GKG, endurnýjun sundlauga og körfu-boltasals í Ásgarði. Jafnframt er rétt að nefna að átak hefur verið gert í uppbyggingu á göngu- og hjólreiðastígum bæjarins.

Við verðum vör við mikla ánægju með þessa uppbyggingu og ekki síst framkvæmdir við nýja húsið. Þessi áhersla á uppbygg-ingu mannvirkja er í takt við að bærinn er og vill vera heilsu-eflandi samfélag í fremstu röð.

Björg Fenger,
bæjarfulltrúi og formaður ÍTG

Almar Guðmundsson,
bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar