Matur er manns megin

Við eigum sprenglærða matfræðinga, en í gamla daga var það hún mamma, sem vissi allt. Ég og bróðir minn vorum sólgnir í haframjöl og mjólk, sem við kölluðum „ krúsku „ Rúsínur flutu stundum með til bragðbætis. Við tókum stóra skammta, svo aumingja mamma hafa af þessu áhyggjur og talaði við lækni Hans ráð var, ef þetta fer ekki illa í strákana er þetta í lagi.

Matfræðingar nútímans hafa áhyggjur af skyndi mat, sem þeir kalla „ ruslfæði „ því í nútímanum er daglega engin tími til að elda mat. Eldra fólk sem býr 1-2 heima er einnig í vanda.

Matfræðingar, eru svo góðir, að segja okkur eldra fólki hvað við eigum að borða. Bækur og leiðbeiningar eru í hillumetrum og þegar við bætast vítamín og innihalds leiðbeiningar ( á öllum heimsins málum )
Fólk sem er alið upp á lýsi, á erfitt að finna leið „ gegnum frumskóginn“

Úr allri þessari speki, leyfi ég mér að segja, það er best sem mamma eldaði, einfaldan mat, fisk, kjöt, kartöflur, grænmeti og látum tilbúna matinn vera. ( ruslmat )

Maturinn sem við getum pantað hjá þjónustugátt Kópavogs, er einfaldur og góður og færður þér heim ef þú vilt. Hef sjálfur notað mér þetta framtak lengi.

Jón Atli Kristjánsson
Formaður öldungaráðs Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins