Kraginn fyrir fjölskyldur

Suðvesturkjördæmið er lang fjölmennsta kjördæmið á landinu öllu. Þingmenn sem starfa fyrir einstaklingana á þessu svæði verða að þekkja þarfir þeirra og væntingar. Uppbyggingin hefur verið hröð á þessu svæði síðustu ár sem hefur kallað á frekari uppbyggingu innviða og bættar samgöngur.

Ég þekki hjartsláttinn í kjördæminu og þekki þarfir fólksins sem býr hérna. Ég vil vinna fyrir ykkur og vera ykkar fulltrúi á Alþingi – þess vegna sækist ég eftir 4. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hérna í Suðvesturkjördæmi. Komist ég á þing mun ég vinna fyrir fólkið í kjördæminu. Ég mun hafa gildi mín um einfaldara líf fyrir fjölskyldur að leiðarljósi og byggja upp samfélag þar sem allir einstaklingar fá að njóta sín.

Ég hef verið varabæjarfulltrúi síðustu þrjú ár í Hafnarfirði og setið í bæði fjölskylduráði og fræðsluráði ásamt því að vera formaður menningar- og ferðamálanefndar.

Ég brenn fyrir málefnum samfélagsins og það er mér hjartans mál að lífsgæði fólks sem býr í útjaðri höfuðborgarinnar séu sem mest. Hið opinbera á að skapa bestu aðstæðurnar þannig að bæði einstaklingurinn og fyrirtækin fái að njóta sín.

Í kosningunum í haust trúi ég því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi inni meira fylgi en í síðustu kosningum. Til þess að svo verði þurfum við að bjóða fram öflugan og fjölbreyttan lista þar sem raddir allra íbúa kjördæmisins heyrast. Ég vil vera á þeim lista og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 4. sæti í prófkjörinu sem fram fer núna á fimmtudag til laugardags. Frekari upplýsingar um mig og mín stefnumál er að finna á gudbjorg.is

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins