Góð þátttaka í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar

Hugmyndasöfnun í lýðræðis-verkefninu Betri Garðabæ lauk 8. mars sl. Fjölmargar góðar hugmyndir voru sendar inn en alls söfnuðust hátt í 250 hugmyndir og yfir 1300 manns skráðu sig inn á hugmyndasöfnunarvefinn þar sem hægt var að líka við hugmyndir annarra og setja inn rök með og á móti.
Hugmyndirnar gátu verið ný-framkvæmdir til að efla hreyfi- og leikmöguleika og haft jákvæð áhrif á nærumhverfið m.a. til útivistar og samveru, bætta lýðheilsu og aðstöðu til leikja- og skemmtunar.

Unnið úr hugmyndunum og stillt upp á kjörseðil

Nú þegar hugmyndasöfnun er lokið fer matshópur skipaður starfsmönnum bæjarins yfir innsendar hugmyndir og leggur fram ákveðinn fjölda hugmynda á kjörseðil þar sem hugmyndirnar eru kostnaðarmetnar. Horft verður til þess að þær hugmyndir sem fara á kjörseð-ilinn verði dreift landfræðilega jafnt um sveitarfélagið. Starfsmenn geta óskað eftir nánari skýringum varðandi hverja hugmynd og útfært hugmyndirnar í samvinnu við íbúa og áskilur Garðabær sér rétt til að útfæra hugmyndir íbúa nánar ef þess þarf.

100 milljónir til úthlutunar í rafrænum kosningum í vor

Þegar búið er að vinna úr hugmyndunum og kostnaðarmeta fá íbúar í Garðabæ tækifæri til að kjósa um hugmyndirnar og úthluta allt að 100 milljónum króna í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í bænum á þessu og næsta ári.

Rafræn kosning er fyrirhuguð 26. maí – 7. júní 2021. Gera má ráð fyrir að um það bil 30 verkefni verði á kjörseðli. Þátttaka í kosningunni er opin öllum þeim íbúum sem hafa skráð lögheimili í Garðabæ þegar kosning fer fram og verða 15 ára og eldri á kosningaárinu. Verkefni sem þarfnast minni undirbúnings fara í framkvæmd sumarið 2021 en stærri verkefnum verður lokið að hausti 2022.

Á vef Garðabæjar, gardabaer.is, eru nánari upplýsingar um Betri Garðabæ og þar er hlekkur á hugmyndasöfnunarvefinn þar sem hægt er að skoða allar hugmyndir sem bárust.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar